Síðari hluti bréfsins
Hér er fjallað um mál tengt þessu sem hafa orðið heldur erfiðari en það sem á undan var talið upp. Mér sýnist eftir mikla umhugsun að það sé affarasælast að tala hreinskilnislega um hlutina, við þá aðila sem tengjast upphafi þeirra, þó að lesandinn hafi kannski ekki persónulega tekið þátt í málinu.
Ég hef reynt að koma hreyfingu á þessi mál frá árinu 2001, með því að vísa bara kurteislega í jákvæðu hliðarnar, án þess að rugga bátnum, en það hefur ekki borið árangur. Núna verður að takast á við málið allt. Vonandi er fólk nógu málefnalegt og með nóg djúpan skilning til að það virki.
Segja má að stóra spurningin snúist um þetta: Ef einstaklingur tekur upp á því að þróa stórar tillögur, sem Sjálfstæðisflokkurinn á svo þátt í að samþykkja og gera að veruleika mjög skömmu síðar, hver á að vera staða þessa einstaklings í framhaldinu?
Um sama leiti og þetta samþykktarferli um stofnun Vatnajökulsþjóðgarð stóð yfir var ég að ljúka námi sem viðskiptafræðingur Cand. Oecon. af markaðssviði frá H.Í. og að reyna að hefja starfsferil. Á þeim tíma voru líka byrjaðar deilur um Eyjabakka, sem síðar þróuðustu í deilur um Kárahnjúka, sem flestir muna eftir. Það hafði verið vopnahlé milli náttúruverndarsinna og virkjanasinna að mestu síðan á áttunda áratugnum, en þarna voru að byrja í hönd ein stærstu hagsmunaátök síðari tíma, sem ég tók engan þátt í. Eyjabakkar og Kárahnjúkar voru á sama svæði og þjóðgarðurinn að hluta, og líklegt að einhverjir hafi verið mjög tortryggnir í garð hugmynda um svona stóra þjóðgarð um leið og verið var að berjast fyrir því að byggja annað hvort virkjun við Eyjabakka eða Kárahnjúka. Það kann hugsanlega að þýða, að einhverjir hafi ekki verið nógu jákvæðir í garð þess aðila sem var hinn raunverulegi upphafsmaður tillagna að þjóðgarði þarna, þó að ég hafi verið að setja fram málamiðlunarhugmyndir og ekki verið á móti virkjanaframkvæmdum.
Hver sem ástæðan er, þá lenti ég strax í mjög miklum vanda, sem hafði gífurlega alvarlegar afleiðingar fyrir mína framtíð, stöðu á vinnumarkaði, og stöðu í lífinu almennt. Þetta kom í stað þess að mér væri þakkað aðeins fyrir að koma á framfæri tillögum, þar sem þingið og ríkisstjórn voru að samþykkja aðgerð sem var nokkurn veginn copy-paste af mínum tillögum. Það er önnur ástæða fyrir því að ég ber þetta upp við ykkur. Mínir möguleikar á vinnumarkaði voru orðnir mjög illa farnir skömmu áður en ríkisstjórnin samþykkti stofnun þjóðgarðsins. Kannski eru til staðar ítarlegar lýsingar á því, hvað var eiginlega í gangi á sama tíma og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins samþykktu það sem var augljóslega byggt á mínum tillögum. Það væri þó raunar best ef hægt væri að sleppa því að leggja það fram. Betra er að skoða frekar það sem var jákvætt í þessu, sem var í fyrri hluta bréfsins.
Á bakvið þetta voru líklega aðeins fáeinir einstaklingar. Ef til vill tengjast þeir Sjálfstæðisflokknum. Jákvæð viðbrögð við mínum tillögum komu fyrst og fremst frá aðilum sem tengdust flokknum. Það þýðir að ég fékk bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð úr þeim ranni, og þau neikvæðu virðast hafa orðið mér gífurlega dýr. Þessir aðilar höfðu mjög mikið vald yfir því hvort eitthvað yrði úr starfsferli eða ekki. Það var hálfgert stríð í gangi, og afstaða til stórra friðunarhugmynda eins og stofnun stærsta þjóðgarðs Vestur-Evrópu vissulega er var örugglega önnur þá en nú. Persónuleg atriði kunna að hafa haft áhrif á málið einnig. Það er þátturinn sem þarf að vita til að skilja málið, enda gekk þetta miklu lengra en eðlilegt getur talist. Vegna þess, varð málið erfiðara við að eiga, mjög snúið, þröskuldurinn sem þurfti að yfirstíga til að laga stöðuna var of hár, og þessi vandræði teygðu sig yfir allt of langan tíma. Þetta hélst óbreytt.
Ég hef ekki áhuga á að setja fram einhverja fordæmingu á þeim aðilum sem líklegast beittu sér með óæskilegum afleiðingum á sínum tíma. Ég hef fyrst og fremst áhuga á að koma minni stöðu í lag, og verða virkari í góðum verkum.
Til að hlutir kæmust í lag þurfti aðila af tilteknu tagi, og slíkir voru því miður ekki í boði, í þeirri sögu þjóðarinnar sem varð á fyrstu árum þessarar aldar, sem var auðvitað ekki venjuleg. Núna eru mínar þrengingar, líklega útaf þessu, orðnar alltof miklar og langvarandi. Þess vegna er nauðsynlegt að veita fullar upplýsingar um þetta mál, af algerri hreinskilni, og vinna að lausn á því. Það á að vera vel hægt og raunar frekar auðvelt ef vilji er fyrir hendi, enda hef ég algerlega hreinan skjöld. Það sem varð fyrir þessu var fyrst og fremst mitt starfstengda mannorð, minn ferill og mín staða á vinnumarkaði og í samfélaginu. Engin önnur vandamál eru til staðar. Engin hneykslismál eða ósiðlegt athæfi sem bíður þess að vera afhjúpað. Ég er sem betur fer ekki stórskuldugur, enda tók ég engin lán.
Þessi eyðimerkurganga hefur orðið til þess að mín tekjustaða, og efnahagur, hefur verið mjög slæm, og óvissan er mikil, alveg til þessa dags. Ég segi þetta, því að í mínum huga er alls engin spurning hver er ástæðan. Ég ætla að ekki að draga úr að þetta er orðið alveg grafalvarlegt mál. Það er búið að vera neyðarástand mjög lengi. En einhvern veginn hefur mér tekist að halda sjó. Þetta leiðir af sér þessa spurningu: Ef það er rétt, að einstaklingur hafi þróað grunninn að fyrirbæri sem ríkið hefur tekið í notkun, og það fyrirbæri gæti ef opinberar spár reynast réttar skilað veltuaukningu í efnahagslífinu upp á 27-96 milljarða króna á ári, með tilsvarandi bættum hag fyrirtækja og mörgum nýjum störfum, og sem gæti m.a. þýtt aukningu á skatttekjum ríkisins upp á 8-26 milljarða króna á ári eins og áður sagði, hvernig er rétt að launa þetta framlag þessa einstaklings? Ég er ekki að setja fram kröfu, þetta er bara spurning, hvernig er rétt að launa slíkt, fjárhagslega og ekki-fjárhagslega? Hvað ætti slíkur einstaklingur að bera úr býtum? Er ekki rétt að slíkur einstaklingur taki fullan þátt í verðmætasköpun á vinnumarkaði, eins og aðrir? Þetta er í raun alveg fáránlegt mál, en það eru líka sumir sem þekkja til málsins sem eru mjög reiðir og telja að hér hafi einstakur fautaháttur og grimmd verið á ferð. Ef spurt er hvers vegna gekk svona illa að byggja upp heilbrigðan starfsferil, þá er nánari útskýring á því hvað gerist ef umsögn er ekki sanngjörn hér. Sumir hafa ekki góða þekkingu á hvernig málin virka í raun á vinnumarkaði, þar sem viðkomandi hafa aldrei lent í verulega óvenjulegri stöðu, svo hér er smávegis útskýring.
En mestu máli skiptir það sem skapar betri stöðu mála. Ég er að vona að fólk skilji og kunni að meta jákvæðar hliðar, stærð og hugsanlegt verðmæti þess sem ég þróaði og kom á framfæri á sínum tíma. Best væri ef hægt væri að skoða aðeins það. En skilningur á þessu útskýrir ekki hversu hroðalega illa minn starfsferill, fjárhagur og annað sem því fylgir leit út í framhaldinu. Ef engar skýringar eru á því, þá segir fólk að jú, jú ég var að gera eitt og annað gott á sínum tíma, en í framhaldinu líti út fyrir að ég hafi klúðrað málum svo rækilega að annað eins hafi varla sést. En ég klúðraði engu, braut ekkert af mér, þetta var þróun mála tel ég sem var meðfram hinu sérstaka þjóðfélagsástandi sem var.
Ég gerði stóra tilraun til að fá aðgang að vinnumarkaði aftur árin 2004-2005, en það tókst ekki. Þröskuldurinn var of hár. Á útrásartímanum var ekki smart að vera í minni stöðu. Svo kom fall bankanna árið 2008 og kreppan þar á eftir. Á síðasta áratug hef ég reynt að setja af stað nýsköpunarverkefni þrátt fyrir lítið fjármagn, og hef reyndar náð að þróa það ansi langt en ekki alla leið. Þar er mjög spennandi tækifæri. Ég er til dæmis langt kominn með þróun þjónustu sem væri betra ef væri notuð á helmingi allra heimila á Vesturlöndum. Eins hef ég mjög áhugaverða hugmynd um nýjan vöruflokk á markaði sem veltir 36.000 milljörðum króna. Og svo eru fleiri tækifæri til staðar líka. En þetta hefur samt ekki verið létt verk og óvissan gerir að verkum að það væri mjög æskilegt að komast í meira afkomuöryggi, eins og flestir njóta. Ég er að leita leiða til að geta farið að taka þátt á vinnumarkaði, með starfi sem hentar menntun, hæfileikum og fyrra framlagi til samfélagsins. Eins gæti ég tímabundið tekið að mér verkefni, og hef raunar gert talsvert af því. Ég er með sérstakan vef til að kynna það, Marktak á www.marktak.is, og má skoða það. Það mætti t.d. vinna að verkefni eins og lýst er í kafla 5.3. bls. 40 í samantektinni.
Ég óska eftir spjalli um þetta við góða aðila, og vonandi eru einhver sem vilja leggja aðeins af mörkum til að leysa málið. Það er ekki hægt að leggja þetta til hliðar, eins og hægt er að gera við smámál sem litlu máli skipta. Nú er mál að þeirri útlegð linni.
Kveðja,
Sverrir Sv. Sigurðarson, viðskiptafræðingur Cand. Oecon. af markaðssviði
GSM 864 0023, sverrir@sverrir.info, vefur www.sverrir.info